Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. ágúst 2022 10:03
Elvar Geir Magnússon
Krjúpa sjaldnar á hné
Mynd: EPA
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru hættir því að 'krjúpa á hné' fyrir alla leiki deildarinnar. Nú verður það aðeins gert í sérstökum tilfellum.

Þetta var ákveðið á fundi hjá fyrirliðum deildarinnar sem vonast til þess að þetta muni auka áhrifamátt þeirra skilaboða sem verið er að senda með gjörningnum.

Kropið verður á hné í fyrstu og síðustu leikjum komandi tímabils, leikjunum sem verða á öðrum degi jóla og í bikarúrslitaleikjum.

Með því að krjúpa á hné hafa menn verið að sýna baráttunni gegn kynþáttamismunun stuðning.
Athugasemdir
banner
banner
banner