Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   lau 03. ágúst 2024 18:40
Sölvi Haraldsson
Jón Dagur kom inn á og skoraði - Hlynur vann Íslendingaslaginn
Jón Dagur skoraði í fyrsta sigri Leuven í deildinni.
Jón Dagur skoraði í fyrsta sigri Leuven í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á í 3-1 sigri Leuven á Genk í dag og skoraði.

Jón kom inn á á 67. mínútu og skoraði á 83. mínútu eftir undirbúning Manuel Osifo. Þetta var fyrsti sigur Leuven í deildinni en liðið er með 4 stig í Belgísku úrvalsdeildinni eftir tvo leiki.

Íslendingaliðin Brommapojkarna og Halmstads mættust í dag þar sem Brommapojkarna vann góðan 4-1 sigur. Hlynur Freyr Karlsson kom inn á fyrir þá þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af leiknum og hélt sigurinn út.

Þá byrjuðu þeir Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason fyrir Halmstads. Birnir fór af velli þegar aðeins meira en 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gísli spilaði allan leikinn og var besti maður Halmstads samkvæmt Fotmob.

Anton Logi Lúðvíksson kom inn á þegar aðeins meira en 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fyrir Haugesund þegar þeir töpuðu 4-2 gegn Bodø/Glimt í dag. Haugesund eru í 17. sæti í norsku úrvalsdeildinni sem er umspilsfallsæti en þeir eru fjórum mörkum frá Odd sem er í fallsæti.

Hlín Eiríksdóttir var í tapliði Kristianstads DFF í dag sem tapaði 2-0 gegn Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er núna búið að minnka bilið í Kristianstads í 6 stig en Kristianstads er í 4. sæti í sænsku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner