Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 03. október 2023 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Luton og Burnley: Mengi og Foster koma inn
Mynd: Getty Images
Luton Town og Burnley eigast við í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í ágúst en heimavöllur Luton var ekki tilbúinn, svo fresta þurfti þessum áhugaverða nýliðaslag.

Luton vann sinn fyrsta úrvalsdeildarleik um helgina, þegar liðið heimsótti Everton og vann 1-2 eftir að hafa komist í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Rob Edwards, knattspyrnustjóri Luton, gerir eina breytingu frá sigrinum þar sem Teden Mengi, uppalinn hjá Manchester United, kemur inn í varnarlínuna fyrir Reece Burke sem er tæpur vegna smávægilegra meiðsla og sest á bekkinn.

Fyrirliðinn Tom Lockyer fór meiddur af velli gegn Everton en er klár í slaginn í kvöld.

Lærisveinar Vincent Kompany í Burnley eru enn í leit að sínum fyrsta sigri, en Kompany gerir aðeins eina breytingu frá 2-0 tapi gegn Newcastle um helgina.

Lyle Foster kemur inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Ramsey sem sest á bekkinn.

Jóhann Berg Guðmundsson er fjarverandi vegna meiðsla.

Luton: Kaminski, Mengi, Lockyer, Bell, Kabore, Mpanzu, Nakamba, Doughty, Brown, Ogbene, Morris.
Varamenn: Krul, Andersen, Berry, Woodrow, Adebayo, Chong, Burke, Giles, Johnson.

Burnley: Trafford, Roberts, Al Dakhil, Beyer, Taylor, Cullen, Berge, Keleosho, Brownhill, Foster, Amdouni.
Varamenn: Muric, Cork, Rodriguez, Ramsey, Vitinho, Tresor, Bruun Larsen, Delcroix, Odobert.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 27 10 +17 30
2 Man City 13 9 2 2 33 13 +20 29
3 Liverpool 13 8 4 1 28 11 +17 28
4 Aston Villa 13 9 1 3 31 18 +13 28
5 Tottenham 13 8 2 3 25 17 +8 26
6 Man Utd 13 8 0 5 16 16 0 24
7 Newcastle 13 7 2 4 31 14 +17 23
8 Brighton 13 6 4 3 28 23 +5 22
9 West Ham 13 6 2 5 23 23 0 20
10 Chelsea 13 4 4 5 22 20 +2 16
11 Brentford 13 4 4 5 19 18 +1 16
12 Wolves 13 4 3 6 18 23 -5 15
13 Crystal Palace 13 4 3 6 13 18 -5 15
14 Fulham 13 4 3 6 13 22 -9 15
15 Nott. Forest 13 3 4 6 16 21 -5 13
16 Bournemouth 13 3 3 7 14 28 -14 12
17 Luton 13 2 3 8 12 23 -11 9
18 Sheffield Utd 13 1 2 10 11 34 -23 5
19 Everton 13 4 2 7 14 20 -6 4
20 Burnley 13 1 1 11 10 32 -22 4
Athugasemdir
banner
banner
banner