Liverpool var sektað eftir 2-1 tapið gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag.
Sektin kemur til út af fjölda spjalda sem Liverpool fékk í leiknum. Liðið endaði með níu menn inn á vellinum eftir að Curtis Jones og Diogo Jota var vísað af velli.
Alexis Mac Allister, Mohamed Salah, Andy Robertson og Virgil van Dijk fengu líka allir gult spjald, eins og aðstoðarþjálfarinn Peter Krawietz.
Samkvæmt Liverpool Echo þá fær Liverpool 25 þúsund punda sekt, að andvirði rúmlega 4,2 milljónir íslenskra króna. Lið sem fá fleiri en sex spjöld fá sekt.
Helsta umræðuefnið úr leiknum eru þó risastór dómaramistök sem kostuðu Liverpool mark í stöðunni 0-0.
Athugasemdir