Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 03. október 2023 12:37
Elvar Geir Magnússon
Neituðu að spila leikinn vegna styttu á leikvangnum
Mynd: Getty Images
Leik Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu og Sepahan frá Íran í Meistaradeild Asíu var frestað í gær þar sem lið Al-Ittihad neitaði að koma út úr búningsklefanum.

Ólga er milli Írans og Sádi-Arabíu og leikir milli liða frá þessum tveimur löndum hafa verið spilaðir í hlutlausum löndum síðustu ár en þetta er fyrsta tímabilið eftir að því var breytt.

Sádi-arabíska liðið var mótfallið því að spila þar sem stytta af myrtum írönskum hershöfðingja, Qasem Soleimani, var komið fyrir við inngang vallarins í Íran. Soleimani var skilgreindur sem hryðjuverkamaður af Sádi-Arabíu.

Soleimani lést eftir drónaárás Bandaríkjahers nærri flugvellinum í Bagdad í janúar 2020.

Asíska fótboltasambandið ákveður nú hvað verður gert varðandi leikinn.
Athugasemdir
banner