Síðasti leikur Grindavíkur í yngri flokkum fór fram í gær er 3. flokkur karla gerði dramatískt 5-5 jafntefli við Hauka á Birtu-vellinum.
Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti í mars á þessu ári að félagið hefði tekið ákvörðun um það að leggja niður yngri flokka starfið.
Það hefur verið erfitt fyrir knattspyrnudeild Grindavíkur að halda úti starfi sínu í yngri flokkum vegna jarðhræringa í bæjarfélaginu. Flestir íbúar Grindavíkur eru fluttir á brott og eru nú á víð og dreif um stórt svæði í höfuðborginni og þar í kring.
Starfið í 7., 6., 5. og 4. flokki karla og kvenna var aflagt frá með 1. maí, en starfið í 2. og 3. flokki var haldið áfram.
Í gær var síðan síðasti leikurinn í yngri flokkum spilaður er 3. flokkur karla spilaði við Hauka. Grindavík lenti 3-0 undir, en tókst að vinna sig inn í leikinn og halda í við Hauka. Á lokamínútunum jafnaði Eysteinn Rúnarsson í tvígang og tryggði Grindvíkingum stig.
Samkvæmt knattspyrnudeild Grindavíkur verður 2. flokkur áfram starfræktur undir merkjum félagsins.
Athugasemdir