Jafntefli var niðurstaðan í stórleik helgarinnar þar sem Manchester United fékk Chelsea í heimsókn á Old Trafford.
Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Man Utd vítaspyrnu og Bruno Fernandes skoraði úr henni á 70. mínútu.
Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Moises Caiedo með glæsilegu skoti.
Sjáðu markið hjá Fernandes
Sjáðu markið hjá Caicedo
Það reyndust vera einu mörk leiksins en það varð hasar undir lok leiksins þar sem Nicolas Jackson og Amad Diallo fengu gul spjöld. Það gerðist í kjölfarið á því að Lisandro Martínez fékk gult spjald fyrir brot á Cole Palmer.
Hann fór með takkana í hnéið á Palmer en eftir skoðun í VAR var dómnum ekki breytt í gult spjald.
„Lisandro Martínez er heppinn. Mér finnst þetta vera rautt," sagði Gary Neville, sérfræðingur hjá Sky Sports.
„Martínez virðist fara með takkana á undan sér. Palmer setur boltann yfir höfuðið á honum. Martínez lyftir fætinum og dregur hann niður eftir fætinum á Palmer. Hann var mjög heppinn," sagði Dion Dublin sérfræðingur hjá BBC.