Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 03. desember 2023 12:50
Hafliði Breiðfjörð
Næsti Messi gæti endað hjá Man City - Hálf enska deildin vill hollenskan miðjumann
Powerade
Kenneth Taylor er heitasti bitinn á markaðnum í dag.
Kenneth Taylor er heitasti bitinn á markaðnum í dag.
Mynd: EPA
Man Utd vill Zerbi svo Brighton vill gefa honum nýjan samning.
Man Utd vill Zerbi svo Brighton vill gefa honum nýjan samning.
Mynd: EPA
Góðan daginn, hér er daglegur slúðurpakki í boði Powerade þar sem búið er að taka saman það helsta í ensku miðlunum.

Tottenham, Aston Villa, Newcastle og Brighton ætla að fara sömu leið og Man City og Man Utd og reyna að fá hollenska miðjumanninn Kenneth Taylor frá Ajax en hann er 21 árs. (TeamTalk)

Man City hefur áhuga á að fá argentíska táninginn Claudio Echeverri frá River Plate en hann er 17 ára sókndjarfur miðjumaður sem sumir vilja kalla næsta Lionel Messi. (Mirror)

Barcelona gæti látið póska framherjann Robert Lewandowski fara frítt í lok tímabilsinsn 2024-2025 útaf klásúlu í samningi þessa 35 ára gamla framherja. (Sport)

Tottenham hefur áhuga á að fá Kalvin Phillips miðjumann Man City í janúarglugganum. (Football Insider)

Real Madrid vill fá Xabi Alonso sem þjálfara félagsins úr starfi hans frá Bayer Leverkusen. (Mirror)

Bayern Munchen gæti reynt að fá Mike Maignan markmann AC Milan til að leysa stöðu Manuel Neuer. (Sky)

Roberto de zerbi stjóri Brighton mun líklega framlengja samning sinn við félagið sem vill tryggja hann til frambúðar eftir sögusagnir um áhuga Man Utd. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner