Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 04. janúar 2022 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins að ná sér af meiðslum - „Kröfurnar eru fyrsta sætið og ekkert annað"
Willum Þór
Willum Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á A-landsliðsæfingu í mars.
Á A-landsliðsæfingu í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson er leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Hann er uppalinn Bliki en fór út eftir tímabilið 2018 á Íslandi. Hann er 23 ára miðjumaður sem á að baki einn A-landsleik.

Willum er staddur á Íslandi og ræddi við Fótbolta.net í dag. Hann glímdi við meiðsli stærstan hluta síðasta árs og var því fyrst spurt út í stöðu mála varðandi meiðslin. Alls spilaði hann 245 mínútur í deildinni á síðasta tímabili, einungis ellefu mínútur seinni hluta tímabilsins.

„Staðan er fín, ég er að verða betri með hverjum deginum, líður ágætlega í hnénu eins og er og er í fínasta formi þannig séð. Ég var eitthvað meiddur í náranum á síðasta tímabili, byrjaði að spila og fór í kjölfarið í aðgerð á hnénu og var meiddur út tímabilið eftir hana. Ég er fyrsta skipti núna að koma til baka," sagði Willum.

„Lífið utan vallar er mjög fínt, fínasta borg sem ég bý í og ég er búinn að koma mér vel fyrir þarna og er frekar ánægður."

Willum býr í Minsk sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Borisov þar sem BATE spilar og æfir.

„Það eru nokkur lið sem spila skemmtilegan fótbolta en inn á milli getur þetta verið dálítið mikil harka og „fight". Þetta er bara fótbolti eins og alls staðar annars staðar."

BATE er sigursælasta lið Hvíta-Rússlands en hefur ekki unnið titilinn undanfarin ár. „Kröfurnar eru bara fyrsta sætið og ekkert annað. Það er eiginlega óásættanlegt að ná því ekki, kröfurnar eru alltaf að vinna titilinn. Forsetinn setur kröfu á árangur, stuðningsmenn og við sjálfir leikmennirnir. Hefðin í klúbbnum er bara fyrsta sætið."

„Við erum að yngja upp hópinn, fyrst þegar ég kom vorum við mjög gamalt lið en mjög gott. Núna er byrjað að yngja upp liðið, verið að sækja yngri og efnilegri leikmenn og hópurinn styrktur þannig - allavega til framtíðar."


Willum á hálft ár eftir af samningi. „Ég fer út núna á næstu dögum, byrja að æfa, vonandi helst heill og byrja að spila. Svo sé ég bara til hvað ég geri, hvort ég verði áfram eða fari einhvert annað."

„Ég er búinn að vera hjá liðinu í þrjú ár þannig ég hef alveg hugsað um að kannski væri fínt að fara prófa eitthvað annað. Ég er sáttur þarna eins og er þannig ég er ekkert að flýta mér."


Hann var einnig spurður út í kallið í A-landsliðið í mars í fyrra. Svo í lok viðtalsins var Willum spurður út í húfuna sem hann var með í viðtalinu. 'Pandagang' er vörumerki sem bróðir hans, Brynjólfur, er með ásamt þeim Alfons Sampsted og Guðjóni Pétri Lýðssyni.

Er bróðir þinn að plata þig til að vera með þessa húfu eða finnst þér þetta svona töff? „Mér finnst þetta svona töff, þægilegar og góðar húfur. Ég er í buxunum hans núna eins og er, ég stel nokkrum fötum frá honum," sagði Willum léttur að lokum.
Athugasemdir
banner