Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 04. janúar 2022 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Loksins að ná sér af meiðslum - „Kröfurnar eru fyrsta sætið og ekkert annað"
Willum Þór
Willum Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á A-landsliðsæfingu í mars.
Á A-landsliðsæfingu í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson er leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Hann er uppalinn Bliki en fór út eftir tímabilið 2018 á Íslandi. Hann er 23 ára miðjumaður sem á að baki einn A-landsleik.

Willum er staddur á Íslandi og ræddi við Fótbolta.net í dag. Hann glímdi við meiðsli stærstan hluta síðasta árs og var því fyrst spurt út í stöðu mála varðandi meiðslin. Alls spilaði hann 245 mínútur í deildinni á síðasta tímabili, einungis ellefu mínútur seinni hluta tímabilsins.

„Staðan er fín, ég er að verða betri með hverjum deginum, líður ágætlega í hnénu eins og er og er í fínasta formi þannig séð. Ég var eitthvað meiddur í náranum á síðasta tímabili, byrjaði að spila og fór í kjölfarið í aðgerð á hnénu og var meiddur út tímabilið eftir hana. Ég er fyrsta skipti núna að koma til baka," sagði Willum.

„Lífið utan vallar er mjög fínt, fínasta borg sem ég bý í og ég er búinn að koma mér vel fyrir þarna og er frekar ánægður."

Willum býr í Minsk sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Borisov þar sem BATE spilar og æfir.

„Það eru nokkur lið sem spila skemmtilegan fótbolta en inn á milli getur þetta verið dálítið mikil harka og „fight". Þetta er bara fótbolti eins og alls staðar annars staðar."

BATE er sigursælasta lið Hvíta-Rússlands en hefur ekki unnið titilinn undanfarin ár. „Kröfurnar eru bara fyrsta sætið og ekkert annað. Það er eiginlega óásættanlegt að ná því ekki, kröfurnar eru alltaf að vinna titilinn. Forsetinn setur kröfu á árangur, stuðningsmenn og við sjálfir leikmennirnir. Hefðin í klúbbnum er bara fyrsta sætið."

„Við erum að yngja upp hópinn, fyrst þegar ég kom vorum við mjög gamalt lið en mjög gott. Núna er byrjað að yngja upp liðið, verið að sækja yngri og efnilegri leikmenn og hópurinn styrktur þannig - allavega til framtíðar."


Willum á hálft ár eftir af samningi. „Ég fer út núna á næstu dögum, byrja að æfa, vonandi helst heill og byrja að spila. Svo sé ég bara til hvað ég geri, hvort ég verði áfram eða fari einhvert annað."

„Ég er búinn að vera hjá liðinu í þrjú ár þannig ég hef alveg hugsað um að kannski væri fínt að fara prófa eitthvað annað. Ég er sáttur þarna eins og er þannig ég er ekkert að flýta mér."


Hann var einnig spurður út í kallið í A-landsliðið í mars í fyrra. Svo í lok viðtalsins var Willum spurður út í húfuna sem hann var með í viðtalinu. 'Pandagang' er vörumerki sem bróðir hans, Brynjólfur, er með ásamt þeim Alfons Sampsted og Guðjóni Pétri Lýðssyni.

Er bróðir þinn að plata þig til að vera með þessa húfu eða finnst þér þetta svona töff? „Mér finnst þetta svona töff, þægilegar og góðar húfur. Ég er í buxunum hans núna eins og er, ég stel nokkrum fötum frá honum," sagði Willum léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner