Brasilíski leikmaðurinn Willian mun gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham í dag.
Fulham náði samkomulagi við leikmanninn í gær um að klára tímabilið með félaginu en hann snýr aftur aðeins tæpu hálfu ári eftir að yfirgefa félagið.
Willian er 36 ára gamall og spilaði tvö tímabil með Fulham áður en samningur hans rann út.
Hann samdi við gríska félagið Olympiakos en rifti þeim samningi eftir að hafa spilað aðeins ellefu leiki með liðinu.
Samkvæmt ensku miðlunum mun Willian fara í læknisskoðun í dag en það liggur ekkert á að ganga frá skiptunum þar sem hann er án félags og því ekkert mál að skrá hann eftir gluggalok.
Athugasemdir