Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tók Gylfa 43 sekúndur að leggja upp sigurmark
Everton fagnar sigurmarki sínu.
Everton fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Tottenham vann nauman sigur á Fulham.
Tottenham vann nauman sigur á Fulham.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Everton annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton heimsótti lærisveina Sam Allardyce í West Brom og byrjaði Gylfi á bekknum.

Þetta var hörkuleikur en á 65. mínútu kom markið sem skildi liðin að. Gylfi var þá nýkominn inn á þegar átti fyrirgjöf sem Richarlison skilaði í netið. Gylfi hafði verið í 43 sekúndur inn á vellinum þegar hann var búinn að leggja upp mark.

Það reyndist sigurmarkið í leiknum og er þetta annar leikurinn í röð þar sem Gylfi leggur upp sigurmark fyrir Everton. Hann gerði það einnig gegn Southampton síðastliðið mánudagskvöld.

Undir lokin skoraði Mbaye Diagne reyndar fyrir West Brom en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta var mjög tæpt og gríðarlega svekkjandi fyrir West Brom sem er áfram í 19. sæti deildarinnar. Everton er komið upp í fjórða sæti eftir þennan sigur.

Tottenham með nauman sigur
Í hinum leiknum sem var að klárast í deild þeirra bestu á Englandi vann Tottenham nauman útisigur á Fulham þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark á 19. mínútu sem Tosin, varnarmaður Fulham, skoraði.

Fulham spilaði vel í leiknum og þeir skoruðu mark sem var dæmt af vegna hendi í aðdragandanum. Lögin um hendi virðast alltaf verða óskýrari og óskýrari en margir hafa lýst yfir óánægju sinni með þennan dóm á samfélagsmiðlum.

Eins og hjá West Brom, er þetta mjög svekkjandi niðurstaða fyrir Fulham sem er í 18. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Tottenham situr áfram í áttunda sæti deildarinnar.

West Brom 0 - 1 Everton
0-1 Richarlison ('65 )

Fulham 0 - 1 Tottenham
0-1 Tosin Adarabioyo ('19 , sjálfsmark)

Klukkan 20:15 hefst stórleikur Liverpool og Chelsea. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin fyrir þann leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner