Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes: Grealish þarf að fara núna
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, segir að Jack Grealish þurfi að drífa sig frá Aston Villa.

Grealish hefur sannað sig sem einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Hann hefur leikið allan sinn feril með Villa, fyrir utan eina lánsdvöl með Notts County fyrir nokkrum árum síðan. Hinn 25 ára gamli Grealish hefur verið orðaður við stærri félög og Scholes segir að hann verði að fara ef hann er með metnað um að vinna titla og komast á enn hærri stall í heimsfótbolta.

Scholes var spurður að því hvort Grealish gæti verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Við því svaraði hann: „Ég dýrka þennan leikmann en ef hann væri að gera þetta með Man Utd, Man City eða Liverpool, einu af bestu liðunum, þá myndi hann hugsanlega koma til greina."

„Það er engin pressa á Villa. Ef hann er hjá einu af bestu liðunum þá er pressa á honum að vera í sigurliði í hverri viku. Hann þarf að fara frá Villa til að sanna að hann sé leikmaður í hæsta klassa."

„Það snýst allt um Grealish hjá Villa. Hann þarf að fara núna til félags þar sem pressa er að vinna í hverri viku, þar sem er pressa á að skila titlum," sagði Scholes við Optus Sport.

Grealish mun ekki fara ódýrt, talið er að Villa vilji að minnsta kosti fá 80 milljónir punda fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner