lau 04. mars 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Cancelo ónotaður varamaður gegn Stuttgart
Fékk korter gegn Union Berlin
Mynd: Bayern München

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo var lánaður frá Englandsmeisturum Manchester City til Þýskalandsmeistara FC Bayern undir lok janúargluggans.


Cancelo, sem er 28 ára gamall, var í byrjunarliði Bayern fyrstu fimm leiki sína hjá félaginu en var svo bekkjaður gegn Union Berlin.

Cancelo fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 3-0 sigri gegn Union um síðustu helgi en var svo ónotaður varamaður í 1-2 sigri gegn Stuttgart í dag.

„Joao er að höndla ástandið vel. Mér líður ekki eins og hann sé pirraður. Stanisic er varnarsinnaðari leikmaður og þess vegna valdi ég hann fyrir þessa tvo leiki," sagði Julian Naglesmann, þjálfari Bayern, eftir sigurinn gegn Stuttgart.

Cancelo er sagður hafa skipt frá City til Bayern eftir rifrildi við Pep Guardiola knattspyrnustjóra um spiltíma.

Næsti leikur Bayern er á heimavelli gegn Paris Saint-Germain á miðvikudaginn, þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Cancelo spilaði fyrri hálfleikinn í fyrri viðureign liðanna, sem lauk með 0-1 sigri FC Bayern úti í París.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner