Tottenham tapaði útileik gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Adama Traore skoraði eina mark leiksins eftir að Tottenham hæfði markslána í tvígang.
Harry Kane og Cristian Stellini voru svekktir eftir tapið, en þetta er líklega síðasti leikurinn sem Stellini verður á hliðarlínunni þar sem Antonio Conte er búinn að jafna sig eftir gallblöðruaðgerð.
„Þetta hefur verið mjög svekkjandi vika en eina sem við getum gert er að horfa fram á veginn og staðið okkur betur í næstu leikjum. Við höfum 12 eða 13 leiki til að tryggja okkur þetta Meistaradeildarsæti," sagði Kane að leikslokum. „Þetta er svekkjandi því við hefðum verið komnir í frábæra stöðu með sigri hér í dag.
„Það er enn nóg af stigum í pottinum og við verðum að einbeita okkur að því að enda tímabilið eins vel og við getum."
Stellini var sáttur með frammistöðu sinna manna en telur hafa vantað betri færanýtingu og smá heppni.
„Við gátum gert út um þennan leik með yfirburðum okkar í fyrri hálfleik en boltinn rataði ekki inn. Seinni hálfleikurinn var jafnari og svo náðu þeir að pota inn marki undir lokin," sagði Stellini.
„Við bjuggumst við erfiðum leik og það var nákvæmlega það sem við fengum. Baráttan um Meistaradeildarsæti verður mjög hörð þar sem þetta verða ekki bara við og Newcastle að berjast, heldur eru einnig fleiri lið sem koma til greina.
„Við getum kennt sjálfum okkur um að hafa ekki unnið í dag."
Sjáðu frábært sigurmark Adama Traore gegn Tottenham

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |