Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 04. mars 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG ætlar að halda áfram að spila Hakimi
Achraf Hakimi, leikmaður Paris Saint-Germain, var á dögunum ákærður fyrir nauðgun en það mun ekki hafa nein áhrif á stöðu hans hjá franska félaginu. ESPN greinir frá.

Á mánudag var greint frá því að Hakimi væri til rannsóknar hjá franska saksóknarembættinu fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað síðustu helgi að heimili hans í París.

AFP greindi frá því á fimmtudag að nú væri búið að kæra hann fyrir nauðgun eftir að hafa farið í gegnum yfirheyrslur.

Það mun þó ekki hafa nein áhrif á stöðu hans hjá PSG en félagið ætlar að halda áfram að spila honum þrátt fyrir að það sé opin rannsókn í gangi.

Hann verður því klár í slaginn gegn Nantes í dag eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla aftan í læri.

Hakimi má þá spila gegn Bayern München er liðin mættast í Þýskalandi í næstu viku þar sem hann er ekki í farbanni.
Athugasemdir
banner