Titilbaráttuliðin Arsenal og Manchester City unnu bæði í liðinni umferð, gegn Leeds og Liverpool. Chelsea lá fyrir Aston Villa og Newcastle vann sanngjarnan sigur gegn Manchester United. Enska úrvalsdeildin er komin á fulla ferð eftir landsleikjagluggann og Garth Crooks er búinn að velja úrvalslið umferðarinnar.
Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) - Er að eiga frábært tímabil og kom í veg fyrir að Arsenal lenti hreinlega undir gegn Leeds. Á endanum vann Arsenal 4-1 og er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar.
Varnarmaður: Nathan Ake (Manchester City) - Hágæða varnarframmistaða í öruggum sigri gegn Liverpool.
Miðjumaður: Marcus Tavernier (Bournemouth) - Skoraði fyrra mark Bournemouth sem vann Fulham 2-1. Engin skal afskrifa Bournemouth.
Sóknarmaður: Gabriel Jesus (Arsenal) - Það er gleðiefni að Jesus sé kominn á fulla ferð eftir meiðsli. Brassinn skoraði tvö gegn Leeds.
Athugasemdir