Lyngby hélt sæti sínu í deildinni eftir ótrúlega endurkomu úr nær ómögulegri stöðu. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
Það gekk mjög vel hjá okkur þegar við vorum að spila þessa Evrópuleiki, vorum að ná í fullt af stigum
Alveg sturlað hvernig þeir náðu að bjarga sér - Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Alfreð Finnbogason eru leikmenn Lyngby.
Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborg í Danmörku, var til viðtals hér á Fótbolti.net í dag. Silkeborg endaði í 9. sæti Superliga í ár eftir að hafa endað í 3. sæti deildarinnar í fyrra.
Árangurinn í fyrra kom Silkeborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar og komst liðið svo í riðlakeppnina þar sem það mætti West Ham, FCSB (áður Steaua Búkarest) og Anderlecht.
Árangurinn í fyrra kom Silkeborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar og komst liðið svo í riðlakeppnina þar sem það mætti West Ham, FCSB (áður Steaua Búkarest) og Anderlecht.
„Ég myndi segja að úrslitakeppnin hafi verið vonbrigði, sérstaklega fyrri helmingurinn af henni. Við unnum engan leik, spilum ekki nægilega vel og missum Midtjylland og Odense lengst frá okkur, erum því smá í einskis manns landi í síðustu umferðunum."
„Við vorum einu marki að komast í topp sex þegar deildin var tvískipt. Við gerum það á tímabili þar sem við vorum í Evrópu og vorum ekki langt frá því að slá Anderlecht út í riðlinum. Ég lít því á síðustu mánuðina, þeir hefðu getað verið betri."
„Ef við hefðum deilt lélegu leikjum víðar yfir tímabilið, þá finnst mér við ekki getað litið á tímabilið sem mikil vonbrigði. Við áttum samt að gera betur í úrslitakeppninni," sagði Stefán.
Midtjylland fer í umspil um sæti í Sambandsdeildinni með því að enda í toppsæti fallumspilsins. Það er gulrótin fyrir liðin sem eru ekki að berjast um að falla en enda samt í neðri hlutanum eftir tvískiptingu.
Evrópuleikjum fylgir aukið álag, hafði Evrópukeppnin áhrif á ykkur í deildinni, aukin þreyta?
„Ekkert þannig, það gekk mjög vel hjá okkur þegar við vorum að spila þessa Evrópuleiki, vorum að ná í fullt af stigum. Þegar deildin fer í hlé í nóvember erum við í 4. sæti."
„Kannski eini leikurinn sem maður gat séð þreytu var þegar við töpuðum fyrir Lyngby í síðasta leiknum (fyrir vetrarfrí) á heimavelli. Það var fyrsti leikurinn sem Lyngby vann. Við sendum þá af stað í þessa í þessa rugluðu (endurkomu), alveg sturlað hvernig þeir náðu að bjarga sér. Ógeðslega vel gert hjá Freysa og liðinu," sagði Stefán.
Fyrir leikinn gegn Silkeborg, sem var í 17. umferð, var Lyngby á botninum með fimm stig og sextán stigum frá öruggu sæti.
Lyngby endaði í 10. sæti deildarinnar og bjargaði sér á ótrúlegan hátt í deildinni.
Lyngby gerði markalaust jafntefli í gær gegn Horsens á sama tíma og Silkeborg vann Álaborg sem sendi Álaborg og Horsens niður í B-deildina.
Í viðtalinu, sem nálgast má hér að neðan, fór Stefán nánar yfir tímabilið í heild og þátttökuna í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir