Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   lau 04. júlí 2020 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cavani sagður nálægt því að semja við Roma
Tími Edinson Cavani hjá PSG er liðinn, samningurinn rann út nú undir lok júní.

Hinn 33 ára gamli Úrúgvæi er sagður í viðræðum við Roma en hann þekkir vel til á Ítalíu því áður en hann hélt til Parísar lék hann með Palermo og Napoli.

Sögusagnir hafa gengið manna á milli að undanförnu að Cavani sé nálægt því að skrifa undir hjá Roma og eru líkur á því að hann skrifi undir á þriðjudag eða miðvikudag.

Önnur félög sem hafa áhuga á Cavani eru Newcastle, Inter eða félög í MLS-deildinni.
Athugasemdir
banner