Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. júlí 2022 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram kaupir Brynjar Gauta (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti Guðjónsson er genginn í raðir Fram en frá þessu greinir Fram í færslu á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. Fram gerði tilboð í leikmanninn fyrir viku síðan.

Brynjar Gauti kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið frá tímabilinu 2015. Brynjar lék 179 leiki fyrir Stjörnuna og skoraði í þeim 5 mörk ásamt því að eiga stóran þátt í Bikarmeistaratitli félagsins árið 2018. Hann fékk lítið að spila í upphafi tímabilsins og er nú kominn í Fram þar sem hann gerir samning út tímabilið 2024.

„Brynjar Gauti hefur leikið yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi, fjölda evrópu og bikarleikja ásamt því að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, ljóst er að mikil reynsla býr í varnarjaxlinum frá Ólafsvík. Þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar binda miklar vonir við Brynjar Gauta og bjóða hann hjartanlega velkominn í Úlfarsárdalinn," segir í færslu Fram.

Brynjar er þrítugur miðvörður sem hefur einnig spilað með ÍBV á sínum ferli. Brynjar kemur til með að auka breiddina í varnarlínu Fram en liðið hefur fengið flest mörkin á sig í Bestu deildinni í sumar. Hann er annar leikmaðurinn sem Fram fær í glugganum því Almarr Omarsson gekk í raðir félagsins í síðustu viku frá Val.

Næsti leikur Fram er gegn FH á heimavelli eftir viku.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner