Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 04. júlí 2022 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi hæstánægður: Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta
Á hliðarlínunni í kvöld.
Á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Uppáhalds dagarnir mínir," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur sinna manna gegn ÍA í Bestu deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn en fréttaritari hafði byrjað á að nefna tvær dagsetningar í upphafi viðtals. 8. ágúst 2021 og 4. júlí 2022. Leiknir hafði ekki unnið mótsleik í tæplega ellefu mánuði fyrir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Mér líður frábærlega, einhvern veginn létt spennufall. Nei [við lögðum þetta ekki upp sem úrslitaleik]. Við ræddum bara að það væri komið að þessu, að við þyrftum að stíga skref. Síðustu fjórir leikir á undan voru virkilega flottir fannst mér en bara tvö stig úr þeim og við ætluðum að hætta tala um að við værum spila vel og fara drullast til (afsakið orðbragðið) að vinna þessa leiki. Við gerðum það í dag."

„Já, ég var ánægður með spilamennskuna í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætis fótboltaleikur, svolítið jafn en við klaufar í stöðunum sem við vorum að fá eins og er búið að vera svolítið hjá okkur. Svo byrjum við seinni hálfleikinn hræðilega, 10-15 mínútur þar sem ég skildi ekki hvað við vorum að gera og alls ekki það sem við lögðum upp með. Við gerðum breytingar, leikurinn svissast gjörsamlega og við tökum yfir þennan leik frá A-Ö. Það var frábært að sjá það."

„Ég er búinn að vera heppinn með það síðan ég kom hingað að menn eru alltaf helvíti gíraðir á bekknum þegar þeir koma inná. Skiptingar breyttu leiknum í dag og ég er virkilega ánægður."


Er þessi sigur upphafið að einhverju stærra? „Mér hefur fundist við betri í flestum þáttum leiksins heldur en í fyrra. Það vantar bara að sparka boltanum inn í markið. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina er allt sem segir mér að við séum betri í nánast öllum þáttum leiksins. Nú ætla ég að fara hætta að minnast á þetta. Ég er ánægður með liðið mitt, virkilega. Ég fann að það væri einhvern veginn komið að þessu í dag," sagði Siggi.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner