Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína.
Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 3 Istanbul Basaksehir
„Mér fannst við eiga meira skilið heldur en úrslitin sýna og er bara mjög ánægður með liðið og stoltur af þeim." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
„Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að vera hugrakkir og spila okkar bolta, ætluðum að vera við sjálfir og mér fannst leikmennirnir algjörlega vera það. Við pressuðum þá allan leikinn en auðvitað losuðu þeir sig út úr pressunni eins og eðlilegt er með frábær lið en mér fannst við bara einhvernveginn vera ofboðslega flottir allan leikinn og því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu."
Breiðablik fékk þrjú mörk á sig í leiknum í dag og voru fyrsta og síðasta mark leiksins keimlík auk þess sem annað mark gestana þótti klaufalegt.
„Við fáum á okkur mörk og auðvitað eru ódýr mörk og yfirleitt koma bara mörk út frá varnarmistökum og einhverjum mistökum einhverstaðar þetta er einhver keðja sem er rakinn upp."
Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |