Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fim 04. ágúst 2022 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við eiga meira skilið heldur en úrslitin sýna og er bara mjög ánægður með liðið og stoltur af þeim." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að vera hugrakkir og spila okkar bolta, ætluðum að vera við sjálfir og mér fannst leikmennirnir algjörlega vera það. Við pressuðum þá allan leikinn en auðvitað losuðu þeir sig út úr pressunni eins og eðlilegt er með frábær lið en mér fannst við bara einhvernveginn vera ofboðslega flottir allan leikinn og því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu." 

Breiðablik fékk þrjú mörk á sig í leiknum í dag og voru fyrsta og síðasta mark leiksins keimlík auk þess sem annað mark gestana þótti klaufalegt.

„Við fáum á okkur mörk og auðvitað eru ódýr mörk og yfirleitt koma bara mörk út frá varnarmistökum og einhverjum mistökum einhverstaðar þetta er einhver keðja sem er rakinn upp."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner