Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fim 04. ágúst 2022 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við eiga meira skilið heldur en úrslitin sýna og er bara mjög ánægður með liðið og stoltur af þeim." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að vera hugrakkir og spila okkar bolta, ætluðum að vera við sjálfir og mér fannst leikmennirnir algjörlega vera það. Við pressuðum þá allan leikinn en auðvitað losuðu þeir sig út úr pressunni eins og eðlilegt er með frábær lið en mér fannst við bara einhvernveginn vera ofboðslega flottir allan leikinn og því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu." 

Breiðablik fékk þrjú mörk á sig í leiknum í dag og voru fyrsta og síðasta mark leiksins keimlík auk þess sem annað mark gestana þótti klaufalegt.

„Við fáum á okkur mörk og auðvitað eru ódýr mörk og yfirleitt koma bara mörk út frá varnarmistökum og einhverjum mistökum einhverstaðar þetta er einhver keðja sem er rakinn upp."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner