Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 04. ágúst 2022 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við eiga meira skilið heldur en úrslitin sýna og er bara mjög ánægður með liðið og stoltur af þeim." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að vera hugrakkir og spila okkar bolta, ætluðum að vera við sjálfir og mér fannst leikmennirnir algjörlega vera það. Við pressuðum þá allan leikinn en auðvitað losuðu þeir sig út úr pressunni eins og eðlilegt er með frábær lið en mér fannst við bara einhvernveginn vera ofboðslega flottir allan leikinn og því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu." 

Breiðablik fékk þrjú mörk á sig í leiknum í dag og voru fyrsta og síðasta mark leiksins keimlík auk þess sem annað mark gestana þótti klaufalegt.

„Við fáum á okkur mörk og auðvitað eru ódýr mörk og yfirleitt koma bara mörk út frá varnarmistökum og einhverjum mistökum einhverstaðar þetta er einhver keðja sem er rakinn upp."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner