Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay hefur fengið tilboð úr óvæntri átt.
Corinthians í Brasilíu hefur gert honum tilboð og vonast til að semja við hann.
Corinthians í Brasilíu hefur gert honum tilboð og vonast til að semja við hann.
Memphis er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid þegar síðasta tímabili lauk.
Hann hefur verið að æfa einn eftir Evrópumótið á meðan hann bíður eftir nýju félagi.
Memphis, sem er þrítugur, hefur leikið með Atletico, Barcelona, Lyon, Manchester United og PSV Eindhoven á sínum ferli. Þá á hann 98 landsleiki fyrir Holland en í þeim hefur hann skorað 46 mörk.
Það hefur ekki verið mikill áhugi á honum frá stórum félögum í Evrópu og gæti hann endað í Brasilíu.
Athugasemdir