William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   mið 04. september 2024 18:30
Aksentije Milisic
Yfirgefur Þrótt en vill starfa áfram á Íslandi
Branislav.
Branislav.
Mynd: Þróttur R

Branislav Radakovic, markvarðarþjálfari hjá Þrótti Reykjavíkur, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið eftir þetta tímabil. 


Branislav er frá Serbíu en hann sneri sér að þjálfun markvarða eftir að hann lagði sjálfur hanskana á hilluna. Hann hafði áður starfað í Serbíu og Grikklandi en hann var markvarðarþjálfari U17 ára landsliðs Serbíu áður en hann kom til Íslands árið 2018. Þá samdi hann við KA og var hann á Akureyri í fimm ár.

Branislav fór suður í fyrra eftir að samningur hans við KA rann út og gerðist hann markvarðarþjálfari hjá Þrótti sem spilar í Lengjudeildinni.

Nú er að verða ljóst að Serbinn mun ekki halda áfram störfum í Laugardalnum og er hann er að leita sér að nýrri áskorun hjá nýju félagi.

„Ég þurfti smá tíma til að venjast nýju félagi. Ég kom til Reykjavíkur frá Akureyri en þar var ég í fimm ár. Það eru öðruvísi áherslur hér hjá Þrótti heldur en var hjá KA. Ég hef verið mjög sáttur hér og það var vel tekið á móti mér þegar ég gekk í raðir félagsins,” sagði Branislav við Fotbolta.net

„Þróttur er með frábærar aðstæður til þjálfunnar og það kom mér skemmtilega á óvart, það var gaman að vinna í þessu umhverfi. Tímabilið byrjaði ekki eins og við ætluðum okkur en í kjölfarið fórum við að sýna miklar bætingar á spilamennsku okkar og ná í góð úrslit.”

„Ég er sérstaklega ánægður með markverði okkar, Þórhall Ísak Guðmundsson og Svein Óla Guðnason. Þeir sýndu mikinn dugnað og eru frábærir strákar. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að hjálpa hinum unga Þórhalli en hann náði að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins. Hann hefur bætt sig mjög mikið og fengið verðskuldaða athygli,” sagði Branislav.

„Nú styttist í lok tímabils og á Þróttur enn möguleika á því að spila í umspilinu um sæti í efstu deild. Ég varði frábæru ári hjá frábæru félagi. Samningur minn rennur út eftir þetta tímabil og lítur allt út fyrir það að ég verði ekki áfram hjá Þrótti. Við sjáum hvað gerist á næstunni en ég vil halda áfram að starfa á Íslandi og þá hjá nýju félagi. Ég er búinn að vera hér núna í þónokkur ár og hér líður mér vel. Ég mun fljótlega fá atvinnuleyfi en við sjáum hvað gerist. Fótboltinn getur verið óútreiknanlegur og vonandi gerast góðir hlutir.”

Þróttur er með 27 stig í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. ÍR situr í fimmta sætinu með 32 stig en það er síðasta umspilssætið. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner