fös 04. október 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögusagnir trufla Haaland ekki - „Ógeðslega leiðinlegt"
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er nafn sem flestir fótboltaaðdáendur eru farnir að þekkja vel. Þessi 19 ára gamli Norðamaður hefur raðað inn mörkunum með Salzburg í Austurríki.

Í vikunni skoraði hann gegn Liverpool í Meistaradeildinni í svekkjandi 4-3 tapi.

Tölfræði hans er í raun ótrúleg. Á tímabilinu er hann kominn með 18 mörk í 11 leikjum fyrir Salzburg.

Með svona tölfræði koma sögusagnir. Hann hefur verið orðaður við stórlið í Evrópu og auðvitað er þar á meðal Manchester United þar sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrum þjálfari hans hjá Molde, er við stýrið.

Haaland er þó alveg sama um einhverjar sögusagnir.

„Ógeðslega leiðinlegt. Mér leiðist núna," sagði Haaland í samtali við norska fjölmiðilinn VG um sögusagnirnar.

„Hversu mikið leiðist mér á skalanum 1-10? 9,9."
Athugasemdir
banner
banner
banner