Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 04. október 2020 19:33
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Auðvelt að flauta okkur útúr þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var svekktur að leikslokum eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni fyrr í dag.

Fjölnismenn heimsóttu Garðbæinga á Samsungvöllinn þar sem Stjarnan fór með 1-0 sigur af hólmi eftir að Hilmar Árni skoraði af vítapunktinum undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Fjölnir

„Fullt af ungum strákum að fá tækifæri og þeir eru að standa sig vel, barátta, vinnuframlag og spilamennska að mörgu leyti mjög góð. Verð að hrósa strákunum eins og oft áður en okkur vantar enn gæði á síðasta þriðjung til að klára færin okkar og þessvegna þróast þetta svona en það virðist líka vera svolítið auðvelt að flauta okkur útúr þessu líka.''

Sigurjón Daði byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Fjölni, Vilhjálmur Yngvi byrjaði leikinn sömuleiðis og Lúkas Logi kom inná, eru Fjölnismenn farnir að huga að næsta tímabili?

„Já við getum alveg hugað að því að gefa ungum strákum tækifæri, við hinsvegar stillum bara upp sterku liði og þessir strákar eru þarna verðskuldað.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar rýnir Ási betur í frammistöðuna, rökstyður markmannsvalið í sumar og ræðir vel um stefnu félagsins.
Athugasemdir
banner