Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 04. október 2020 19:33
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Auðvelt að flauta okkur útúr þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson var svekktur að leikslokum eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni fyrr í dag.

Fjölnismenn heimsóttu Garðbæinga á Samsungvöllinn þar sem Stjarnan fór með 1-0 sigur af hólmi eftir að Hilmar Árni skoraði af vítapunktinum undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Fjölnir

„Fullt af ungum strákum að fá tækifæri og þeir eru að standa sig vel, barátta, vinnuframlag og spilamennska að mörgu leyti mjög góð. Verð að hrósa strákunum eins og oft áður en okkur vantar enn gæði á síðasta þriðjung til að klára færin okkar og þessvegna þróast þetta svona en það virðist líka vera svolítið auðvelt að flauta okkur útúr þessu líka.''

Sigurjón Daði byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Fjölni, Vilhjálmur Yngvi byrjaði leikinn sömuleiðis og Lúkas Logi kom inná, eru Fjölnismenn farnir að huga að næsta tímabili?

„Já við getum alveg hugað að því að gefa ungum strákum tækifæri, við hinsvegar stillum bara upp sterku liði og þessir strákar eru þarna verðskuldað.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar rýnir Ási betur í frammistöðuna, rökstyður markmannsvalið í sumar og ræðir vel um stefnu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner