Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 04. október 2020 16:38
Stefán Marteinn Ólafsson
Moli: Það lið sem gerði færri mistök stóð uppi sem sigurvegari
Kristján Sigurólason aðstoðarþjálfari Þórs
Kristján Sigurólason aðstoðarþjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór Akureyri heimsóttu nágranna sína á Grenivík þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni nú í dag. 

Þór siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Magni er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.


„Fyrstu viðbrögð eru góð, bara að vinna þetta. Þetta var svona skrýtinn leikur, völlurinn mjög erfiður og mýrarbolti öðrumeginn allavega þannig að þetta einkenndist svona af mistökum svolítið, þetta var eiginlega þannig að það lið sem gerði færri mistök stóð uppi sem sigurvegari." Sagði Kristján Sigurólason aðstoðarþjálfari Þórs eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  4 Þór

Völlurinn var ekki upp á sitt besta í dag en aðspurður um hvernig uppleggið hefði verið fyrir leik sagði Moli aðalega hefði verið lagt áherslu á að ná að fóta sig á vellinum.
„Það var bara að reyna að fóta sig og standa í lappirnar þetta var bara happaglappa pínu við mjög erfiðar aðstæður en aftur á móti mjög skemmtilegt og öðruvísi leikur, barningsleikur enda sést það á tölunum 3-4 í hörku leik."

Magnamenn fengu kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn í blálokinn þegar þeir fengu vítaspyrnu á 92. mín leiksins en þar brást Magnamönnum bogalistinn á punktinum en Moli var ekki sáttur við þann dóm.
„Ég held að þetta hafi bara verið algjör þvæla og ég held að það hafi sannað sig því þeir klikkuðu á því en ég held að það hafi verið rangt hjá dómaranum. Ég æsti mig aðeins þarna þegar hann flautaði þar en þeir skýla sig bakvið einhverjar reglur sem að við hinir þekkjum ekki."

Það var smá uppþot eftir leik en Moli vildi ekki gera mikið úr því.
„Menn eru bara að blása, vítaklikk á 93. og það endar 3-4 og allt í volli, þetta er bara gaman, púlsin er ennþá að detta niður núna." 

* Viðtalið í heild má sja hér í spilaranum fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner