Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 04. desember 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Farid Zato: Markmiðið að spila í Pepsi Max sumarið 2021
Farid spilaði 21 leik fyrir KR sumarið 2014. Hann á einnig þrjá landsleiki að baki fyrir Tógó.
Farid spilaði 21 leik fyrir KR sumarið 2014. Hann á einnig þrjá landsleiki að baki fyrir Tógó.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Miðjumaðurinn Farid Zato gekk í raðir HK sumarið 2011 og var snöggur að festa sig í sessi í íslenska boltanum. Hann reyndist mikilvægur hlekkur í liðinu og var fenginn til Ólafsvíkur í Pepsi-deildina sumarið 2013.

Farid reyndist lykilmaður hjá Víkingi Ó. Hann var kjörinn besti leikmaður ársins hjá félaginu og valinn í lið tímabilsins hjá Morgunblaðinu. Í kjölfarið var hann fenginn yfir til KR, þar sem hann vann Borgunarbikarinn sitt fyrsta sumar en fótbrotnaði eftir áramótin. Hann gekk í raðir Kára til að jafna sig af meiðslunum og skipti yfir til Keflavíkur um mitt sumar 2015.

Ýmis meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Farid síðan þá en hann komst í gegnum sumarið 2018 án meiðsla og var valinn sem besti leikmaður ársins hjá Kórdrengjum sem fóru upp úr 4. deildinni.

Síðasta sumar meiddist Farid á hné og var frá í nokkra mánuði en kom sterkur til baka í september er Kórdrengir fóru aftur upp um deild.

Nú er Farid búinn að ná sér af hnémeiðslunum og er hann spenntur fyrir framtíðinni. Hann er samningslaus sem stendur og er opinn fyrir öllum tilboðum.

„Mér líður mjög vel, ég er að æfa án sársauka og er opinn fyrir öllum samningsboðum fyrir næsta sumar. Ég er í viðræðum við Kórdrengi og væri til í að spila áfram hér en það er aldrei að vita með framtíðina. Metnaðurinn hérna er spennandi," sagði Farid í samtali við Fótbolta.net.

„Ég byrjaði með Kórdrengjum í neðstu deild og þetta er félag sem hefur það sem markmið að komast upp í efstu deild. Vonandi náum við samkomulagi."

Það er eitt annað félag sem hefur sett sig í samband við Farid síðustu vikur en hann ætlar að taka sér tíma áður en hann gefur svar. Hann segir að markmið sitt sé að spila í efstu deild á þarnæsta tímabili.

„Markmiðið mitt er að spila í Pepsi Max-deildinni sumarið 2021."
Athugasemdir
banner
banner
banner