Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U20 lið Íslands átti aldrei möguleika gegn Austurríki
Förum ekki á HM
Mynd: Getty Images
Ísland U20 0 - 6 Austurríki U20
0-1 Nicole Ojukwu ('10 )
0-2 Nicole Ojukwu ('22 )
0-3 Nicole Ojukwu ('44 )
0-4 Isabel Aistleitner ('45 , víti)
0-5 Alisa Ziletkina ('70 )
0-6 Alisa Ziletkina ('87 )
Rautt spjald: Eyrún Embla Hjartardóttir, Ísland U20 ('43)
Lestu um leikinn

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri var niðurlægt af Austurríki í hreinum úrslitaleik um sæti HM í Kólumbíu sem fer fram á næsta ári.

Austurríki var með yfirhöndina frá byrjun. Nicole Ojukwu var í miklu stuði en hún setti þrennu í fyrri hálfleiknum. Þriðja markið gerði hún úr aukaspyrnu eftir að Eyrún Embla Hjartardóttir fékk rauða spjaldið.

Isabel Aistleitner gerði fjórða markið úr vítaspyrnu fyrir leikhlé og í seinni hálfleik bætti Alisa Ziletkina við tveimur mörkum eftir að hún kom inn á sem varamaður.

Lokatölur 6-0 en um var að ræða afar vondan leik hjá íslenska liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner