Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Ásmunds og Daði Ólafs taka slaginn áfram með Fylki
Lengjudeildin
Emil Ásmunds.
Emil Ásmunds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Ólafsson.
Daði Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tilkynnti rétt í þessu að þeir Emil Ásmundsson og Daði Ólafsson væru búnir að framlengja samninga sína við félagið. Emil semur til eins árs og Daði til tveggja ára.

Emil er miðjumaður sem verður þrítugur á næsta ári. „Hann á að baki 167 leiki fyrir Fylki, þar af 81 í efstu deild. Emil hefur einnig leikið með KR og var á mála hjá Brighton í Englandi á árunum 2013-2016. Emil á líklega flottasta mark sem skorað hefur verið á Fylkisvelli þegar hann klippti boltann í samskeytin í leik gegn Grindavík í Lengjudeildinni árið 2022," segir í tilkynningu Fylkis.

Daði er vinstri bakvörður sem verður 31 árs á næsta ári. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli síðustu tvö ár og kom einungis við sögu í tveimur leikjum í sumar.

„Daði á að baki 208 leiki fyrir Fylki, þar af 94 í efstu deild og hefur utan stuttrar lánsdvalar hjá ÍR árið 2016 leikið allan sinn feril í appelsínugulu og var meðal annars stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi deildarinnar árið 2019."

„Eru þetta frábær tíðindi fyrir félagið að tryggja okkur þjónstu þessara leikmanna áfram og verða þeir liðinu afskaplega dýrmætir á komandi leiktíð,"
segir í tilkynningu Fylkis.

Fylkir verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili eftir fall úr Bestu deildinni í sumar.

Komnir/farnir hjá Fylki
Komnir

Farnir
Ómar Björn Stefánsson í ÍA
Matthias Præst í KR
Guðmundur Rafn Ingason í Stjörnuna

Samningslausir
Þórður Gunnar Hafþórsson (2001)
Orri Sveinn Stefánsson (1996)
Athugasemdir
banner
banner
banner