Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ásgeir Eyþórs áfram hjá Fylki (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tilkynnti í dag að Ásgeir Eyþórsson væri búinn að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár.

Ásgeir er 31 árs miðvörður sem sagði við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að hann væri að íhuga hvort hann myndi leggja skóna á hilluna. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að taka slaginn með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Ásgeir er leikjahæsti leikmaður í sögu Fylkis ef horft er í allar keppnir.

Úr tilkynningu Fylkis
Eru þetta gríðarlega jákvæð tíðindi og ljóst að Ásgeir verður liðinu afar dýrmætur í baráttunni í Lengjudeildinni næsta sumar.

Ásgeir á að baki 359 leiki fyrir Fylki, þar af 188 í efstu deild og hefur verið lykilmaður liðsins í mörg ár og oft borið fyrirliðabandið.

Þessi stóri og stæðilegi miðvörður sem stundum er kallaður „Seðlabankastjórinn" lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í Pepsi deildinni árið 2011 og hefur verið einn okkar tryggasti liðsmaður enda aldrei leikið með öðru félagi en Fylki.
Athugasemdir
banner
banner