Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Fimm mörk á rúmum fimmtán mínútum - Walker-Peters tók Berbatov snúninginn
Kyle Walker-Peters tók Berba-snúninginn
Kyle Walker-Peters tók Berba-snúninginn
Mynd: EPA
Fjórir leikir hófust klukkan 19:30 í ensku úrvalsdeildinni en alls eru komin fimm í leikjunum þegar rúmar fimmtán mínútur eru liðnar.

Kevin De Bruyne er byrjunarliði Man City í fyrsta sinn síðan í desember og tók hann aðeins átta mínútur að leggja upp fyrir Bernardo Silva.

Belginn átti skalla sem fór í átt að marki og var Bernardo réttur maður á réttum stað til að koma boltanum inn fyrir línuna gegn varnarlausum Nottingham Forest-mönnum.

Sjáðu markið hjá Bernardo

Ashley Young er búinn að koma Everton í 1-0 gegn Wolves. James Tarkowski kom einnig boltanum í netið en VAR tók markið af vegna rangstöðu. Staðan er þá 1-2 í leik Southampton og Chelsea.

Axel Disasi skoraði með skalla eftir hornspyrnu Enzo Fernandez en Joe Aribo svaraði nokkrum mínútum síðar. Kyle Walker-Peters tók hin þekkta Dimitar Berbatov snúning við endalínuna, lagði boltann á Aribo sem skoraði.

Berbatov tók aðeins fullkomnari útgáfu af þessu í leik gegn West Ham árið 2008 og var það Cristiano Ronaldo sem skoraði síðan upp úr því. Christopher Nkunku var síðan rétt í þessu að koma Chelsea aftur í forystu.

Sjáðu markið hjá Aribo og snúninginn hjá Walker-Peters
Athugasemdir
banner
banner
banner