FH tilkynnti í dag að Valgerður Ósk Valdóttir væri búin að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið en fyrri samningur hennar var útrunninn.
Valgerður er 22 ára og uppalin hjá FH og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2018. Hún skipti yfir í Fylki fyrir tímabilið 2021 og var lánuð til Breiðabliks seinni hluta tímabilsins 2023. Þar fyrir utan hefur hún spilað allan sinn feril með uppeldisfélaginu.
Valgerður er 22 ára og uppalin hjá FH og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2018. Hún skipti yfir í Fylki fyrir tímabilið 2021 og var lánuð til Breiðabliks seinni hluta tímabilsins 2023. Þar fyrir utan hefur hún spilað allan sinn feril með uppeldisfélaginu.
Hún hefur skorað fjögur mörk í 117 meistaraflokksleikjum á ferlinum og lék á sínum tíma 12 leiki með unglingalandsliðunum.
Í sumar lék hún 18 leiki og skoraði eitt mark þegar FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar.
Athugasemdir