
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, er í viðræðum við Everton í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt heimildum mbl.is.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur útganga Breta úr Evrópusambandinu haft talsverð áhrif skipti Cecilíu til félagsins.
Það er því líklegt að Cecilía fari á láni til Norðurlandanna á komandi tímabili.
Hin 17 ára gamla Cecilía hefur varið mark Fylkis undanfarin tvö tímabil en hún lék áður með Aftureldingu þar sem hún ólst upp og spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki.
Cecilía spilaði fyrr á þessu ári sinn fyrsta A-landsleik en hún hefur verið í landsliðshópnum í leikjum ársins.
'
Everton leikur í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í 5. sæti þar í augnablikinu með 14 stig.
Athugasemdir