Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 05. janúar 2021 12:39
Magnús Már Einarsson
Cecil­ía í viðræðum við Everton
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecil­ía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, er í viðræðum við Everton í ensku úrvalsdeildinni sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur út­ganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu haft tals­verð áhrif skipti Cecil­íu til fé­lags­ins.

Það er því lík­legt að Cecilía fari á láni til Norðurlandanna á komandi tímabili.

Hin 17 ára gamla Cecilía hefur varið mark Fylkis undanfarin tvö tímabil en hún lék áður með Aftureldingu þar sem hún ólst upp og spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki.

Cecilía spilaði fyrr á þessu ári sinn fyrsta A-landsleik en hún hefur verið í landsliðshópnum í leikjum ársins.
'
Everton leikur í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í 5. sæti þar í augnablikinu með 14 stig.
Athugasemdir
banner