Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. janúar 2021 11:10
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Vonbrigði að geta ekki notað Cavani
Ole Gunnar Solskjær og Edinson Cavani.
Ole Gunnar Solskjær og Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld mætast Manchester United og Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins.

Ole Gunnar Solskjær segir að sínr menn geti ekki verið með neinar afsakanir ef liðinu tekst ekki að komast í úrslitaleikinn. Solskjær vonast til að vinna sinn fyrsta titil síðan hann tók við á Old Trafford.

Solskjær segir að það sé kominn tími til að sitt lið komist í úrslitaleik.

„Það yrði mjög stórt skref að ná halda á bikar. Við höfum þróast mikið á síðustu tólf mánuðum, síðan síðasti undanúrslitaleikur var," segir Solskjær.

„Þetta snýst ekki bara um að vinna undanúrslitaleiki, við höfum unnið okkur inn rétt til að komast alla leið og við erum á góðu skriði. Það verða engar afsakanir."

„Þú ert í fótbolta til að vinna titla, þó þú vinnir einn þá ferðu bara yfir í þann næsta. Þetta gefur þér hungur til að vinna fleiri titla."

United verður án Edinson Cavani sem afplánar annan leik sinn í þriggja leikja banni.

„Það eru vonbrigði að hafa Edinson ekki með okkur. Hann og Phil Jones eru einu sem eru ekki leikfærir. Við erum í góðri stöðu hvað það varðar," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner