Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. janúar 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
City getur nýtt sér ákvæði í samningi Torres
Mynd: EPA
Ferran Torres gekk til liðs við Barcelona á dögunum frá Manchester City.

Hann var kynntur fyrir framan stuðningsmenn liðsins á Camp Nou á mánudaginn en sama dag tikynnti félagið að hann hafi greinst með Covid. Það var búist við því að hann myndi spila sinn fyrsta leik þann 12. janúar gegn Real Madrid en hann þarf að bíða lengur.

Fabrizio Romano greinir frá því að ef Barcelona samþykkir tilboð í leikmanninn verði spænska félagið að samþykkja tilboð City ef liðið kemur með jafn hátt tilboð.

Torres er 21 árs gamall Spánverji uppalinn hjá Valencia. Hann gekk til liðs við Man City fyrir síðustu leiktíð frá uppeldisfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner