Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 05. janúar 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sarr fer til Kamerún eftir allt saman
Sarr hefur verið að glíma við hnémeiðsli.
Sarr hefur verið að glíma við hnémeiðsli.
Mynd: EPA
Watford hefur hleypt senegalska vængmanninum Ismaila Sarr í Afríkukeppnina.

Deilur hafa staðið yfir milli Watford og senegalska sambandsins sem sakaði enska félagið um að neita því að losa Sarr fyrir mótið. Sarr hefur verið að glíma við meiðsli í hné síðan í nóvember og Watford bauð Senegal að senda eigin lækna til að skoða meiðsli hans.

Í gær staðfesti Senegal að þessi 23 ára leikmaður hefði yfirgefið London og væri á leið til Kamerún, þar sem mótið fer fram.

Reglur FIFA eru á þá leið að leikmaður sem er kallaður í landsliðsverkefni verður að fá að fara, jafnvel þó hann sé meiddur, svo að læknateymi landsliðsins geti skoðað hann.

Afríkukeppnin hefst á sunnudag og Senegal, sem er í B-riðli, á leik gegn Simbabve á mánudag.

Watford er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner