Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 05. febrúar 2022 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnús Már: Heiður að vinna mótið sem ég stofnaði
Magnús Már og Þorgeir Leó með bikarinn eftir leik í dag.
Magnús Már og Þorgeir Leó með bikarinn eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugsi farandi inn í hálfleik.
Hugsi farandi inn í hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð, það er mikill heiður fyrir mig að vinna þetta mót. Ég stofnaði mótið og er núna að vinna það í annað skiptið á þremur árum. Það er mjög gaman að vinna úrslitaleik og strákarnir áttu þetta skilið," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á Selfossi í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins.

Leikið var í Kórnum í dag og mun fyrri hálfleikurinn ekki fara í sögubækurnar fyrir mikla skemmtun. Það rættist aðeins úr leiknum í seinni hálfleik og þrjú mörk litu dagsins ljós.

„Við gáfumst aðeins of mikið eftir að við komumst í 2-0 en fram að því þá fannst mér við klárlega vera betri aðilinn og verðskulda þessi mörk. Ég er ánægður með strákana, flott spil á köflum og varnarlega vorum við mjög flottir."

Maggi þekkir ágætlega til hjá Fótbolta.net, byrjaði að taka viðtöl mjög ungur og var í nítján ár starfandi í kringum síðuna. Hann hætti í júní í fyrra og var spurður hvort hann saknaði þess að skrifa fréttir.

„Nei, ótrúlega lítið. Ég hélt það yrði meira en eftir nítján var kannski komið fínt að geta prófað eitthvað annað. Örugglega á einhverjum tímapunkti saknar maður þess aðeins en furðu lítið. Ég er fínn á meðan ég fæ mína fótboltaútrás annars staðar, þá er ég góður," sagði Maggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Í viðtalinu ræðir hann einnig um starfið hjá Aftureldingu, leikmannahópinn og innkomu Sigga Bond inn í liðið.
Athugasemdir