Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City getur minnkað bilið niður í tvö stig
Mynd: EPA

Það eru tveir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er einn stórleikur þegar Tottenham tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City.


Í þeirri viðureign verður ekkert gefið eftir þar sem lærisveinar Antonio Conte þurfa að smala stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti á meðan lærisveinar Pep Guardiola geta minnkað bilið á milli sín og toppliðs Arsenal niður í tvö stig.

Arsenal tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Everton í hádeginu í gær og því tilvalið tækifæri fyrir Erling Haaland og félaga til að brúa bilið. Fimm stig skilja Arsenal og Man City að eins og staðan er í dag og eru liðin búin að spila jafn marga leiki.

Fyrri leikur dagsins er á milli Nottingham Forest og Leeds United sem takast á í fallbaráttunni. Forest er þar þremur stigum fyrir ofan Leeds, en lærisveinar Jesse Marsch eiga leik til góða.

Leikir dagsins:
14:00 Nott. Forest - Leeds
16:30 Tottenham - Man City


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner