Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liam Delap fyrsti kostur hjá Man Utd
Liam Delap.
Liam Delap.
Mynd: Getty Images
Liam Delap er sagður efstur á óskalista Manchester United fyrir sóknarmenn næsta sumar.

Það er Daily Express sem fjallar um þetta en United vantar nauðsynlega sóknarmann. Hvorki Joshua Zirkzee né Rasmus Höjlund hafa heillað.

Delap er 21 árs gamall og hefur átt gott tímabil með Ipswich. Hann hefur skorað níu mörk í 24 leikjum fyrir lið sem er í fallbaráttu.

Chelsea og Tottenham hafa einnig áhuga á þessum efnilega sóknarmanni og þá getur Manchester City keypt hann til baka á 30 milljónir punda. Delap var í akademíu City en var seldur þaðan til Ipswich síðasta sumar.

Man Utd ætlar að gera miklar breytingar á leikmannahópi sínum næsta sumar og spurning er hvort félaginu takist að krækja í Delap sem er mjög spennandi sóknarmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner