Boltinn fer að rúlla á nýjan leik í Meistaradeildinni í kvöld en þá hefjast síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum.
Staðan hjá Manchester United og Real Madrid er 1-1 eftir fyrri leikinn og hjá Borussia Dortmund og Shakhtar Donetsk er staðan 2-2.
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR og Bjarni Jóhannsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni í vetur.
Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:45 en hér að neðan má sjá spá Bjarna Jó fyrir leikina.
Staðan hjá Manchester United og Real Madrid er 1-1 eftir fyrri leikinn og hjá Borussia Dortmund og Shakhtar Donetsk er staðan 2-2.
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR og Bjarni Jóhannsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni í vetur.
Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:45 en hér að neðan má sjá spá Bjarna Jó fyrir leikina.
Manchester United 2 - 2 Real Madrid
Það er bullandi swingur á báðum liðum og það voru hugsanleg klókindi hjá Mourinho að hvíla menn um helgina. Það eru taktar í Real Madrid liðinu sem er ógnvekjandi. Fyrri lekurinn var skemmtilegur og það eru líkur á að það verði dramatík. Ég held að þetta verði hörkuleikur sem fer 2-2 og Real Madrid fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Ég held að Cristiano Ronaldo komi til með að spila mjög vel. Það er kraftur í kallinum núna, hann er í sviðsljósinu og og hann þrífst á svona múgæsing.
Borussia Dortmund 2 - 1 Shakhtar Donetsk
Dortmund er í góðri stöðu og heimavöllurinn ræður þarna. Dortmund er búið að missa af lestinni í þýska boltanum, þeir reyna að fara eins langt í þessari keppni og hægt er og leggja allt í þennan leik.
Athugasemdir