Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   þri 05. mars 2013 11:15
Magnús Már Einarsson
Myndband: Ronaldo skoraði þrennu á Old Trafford 2003
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuáhugamenn um allan heim bíða spenntir eftir leik Manchester United og Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þessi lið mættust síðast á Old Trafford árið 2003 en þá hafði Manchester United betur 4-3 í hörkuleik.

Brasilíski framherjinn Ronaldo stal þó senunni en hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid og skaut liðinu áfram samanlagt 6-5 eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabeu.

Með því að smella á tengilinn hér að neðan má sjá mörkin úr báðum leikjunum árið 2003.

Smelltu hér til að sjá mörkin
Athugasemdir
banner
banner
banner