Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 05. mars 2022 16:15
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Stjarnan og ÍBV með auðvelda sigra - Breiðabliksstúlkur unnu Selfoss
ÍBV vann.
ÍBV vann.
Mynd: Hrefna Morthens
Ásta skoraði.
Ásta skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveimur leikjum var að ljúka í A-deild karla í Lengjubikarnum og einum í A-deild kvenna.


Í karlaboltanum áttust við KV og Stjarnan í riðli númer tvö á KR-vellinum.

Bestu deildarliðið vann öruggan 5-0 sigur á Lengjudeildarliðinu KV. Staðan eftir 35. mínútna leik var orðin 4-0 og Stjarnan bætti svo við einu marki í síðari hálfleiknum.

Stjarnan er með sjö stig eftir þrjá leiki á meðan KV er með fjögur stig eftir fjóra.

ÍBV mætti Þrótti Vogum á Domusnovavellinum en spilað var í riðli númer 1.

Eyjamenn áttu ekki í neinum vandræðum með Lengjudeildarliðið en leiknum lauk með 5-0 sigri ÍBV. Eyjamenn komust í 2-0 snemma leiks og í kjölfarið fékk leikmaður Þróttar rautt spjald. Þróttur klikkaði á vítaspyrnu í leiknum.

ÍBV bætti við þremur mörkum áður en leikurinn varð allur og góður sigur liðsins því staðreynd. ÍBV er með tíu stig eftir fjóra leiki en Þróttur með eitt stig á botni riðilsins eftir fimm leiki.

Í kvennaboltanum vann Breiðablik 2-0 sigur á Selfossi í riðli númer 1. Hildur Antonsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir sáu um að skora mörk Breiðabliksstúlkna.

Breiðablik er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Selfoss er á botninum, án stiga.

Þróttur V 0-5 ÍBV
Mörk ÍBV: Tómas Bent Magnússon x2
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Atli Hrafn Andrason
Felix Örn Friðriksson
Rautt spjald: Andy Pew (Þróttur Vogum '28)

KV 0-5 Stjarnan
Mörk Stjörnunnar: Ísak Andri Sigurgeirsson x2
Ólafur Karl Finsen
Þórarinn Ingi Valdimarsson, víti
Björn Berg Bryde

Breiðablik 2-0 Selfoss
1-0 Hildur Antonsdóttir
2-0 Ásta Eir Árnadóttir


Athugasemdir
banner