Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. mars 2023 16:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd styrkti stöðu sína á toppnum - Dagnýjar sárt saknað
Alessia Russo.
Alessia Russo.
Mynd: Getty Images
Manchester United styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar kvenna á Englandi í dag.

United, sem er í leit að sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í kvennaflokki, tók á móti Leicester og vann býsna sannfærandi 5-1 sigur.

Enska landsliðskonan Alessia Russo, sem Arsenal reyndi að kaupa í janúar, fór fyrir sínu liði og skoraði hún þrennu fyrir United í dag. Einnig lagði hún upp eitt mark.

United er með 35 stig á toppnum og er Manchester City í öðru sæti með 32 stig. Svo koma ríkjandi meistarar Chelsea með 31 stig en þær eiga tvo leiki til góða á United og City. Með því að vinna þá tvo leiki fer Chelsea á toppinn.

Það voru aðrir leikir í deildinni í dag og þar ber helst að nefna að West Ham saknaði Dagnýjar Brynjarsdóttur gríðarlega í tapi gegn Reading, 2-1. Dagný var veik og gat þess vegna ekki tekið þátt.

Dagný er ótrúlega mikilvæg fyrir West Ham sem situr í sjöunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner