Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. apríl 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney: Hvers vegna á að henda knattspyrnumönnum undir rútuna?
Rooney bar fyrirliðaband Englands 23 sinnum í 120 landsleikjum.
Rooney bar fyrirliðaband Englands 23 sinnum í 120 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Derby County, skrifaði pistil í sunnudagsblaði Times þar sem hann gagnrýndi þá byrði sem enskir úrvalsdeildarleikmenn eru látnir bera í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Enska úrvalsdeildin stakk uppá 30% launalækkun allra leikmanna deildarinnar en leikmannasamtökin telja þá hugmynd ekki sniðuga vegna allra skattteknanna sem myndu tapast. Knattspyrnumenn borga um helming launa sinna í skatt og því hafa allar launaskerðingar veruleg áhrif á ríkiskassann.

„Þessi tilkynning frá úrvalsdeildinni setti gríðarlega pressu á úrvalsdeildarleikmenn. Ef einhverjir leikmenn segjast ekki geta leyft sér að taka 30% launalækkun vegna hættu á gjaldþrots þá mun fólk segja að þetta séu bara ríkir knattspyrnumenn sem vilja ekki taka á sig launalækkun," skrifaði Rooney.

„Mér finnst furðulegt að úrvalsdeildin hafi tilkynnt þetta opinberlega vegna þess að öllum öðrum ákvörðunum í þessu ferli hefur verið haldið fyrir luktum dyrum. Ég skil ekki hvers vegna það þurfti að tilkynna þetta opinberlega. Mér líður eins og það sé gert til að mála leikmenn út í horn, þeir þurfa að borga brúsann. Hvers vegna á að henda knattspyrnumönnum undir rútuna?

„Hegðun stjórnvalda, úrvalsdeildarinnar og sumra fjölmiðla í garð knattspyrnumanna hefur verið til skammar. Ég átta mig á því að leikmenn fá góð laun og geta hjálpað í baráttunni, en þetta er eitthvað sem ætti að skoða mál fyrir mál. Einhverjir leikmenn geta leyft sér að missa 30% af launum sínum en aðrir geta kannski bara leyft sér að missa 5%.

„Mér finnst tímasetningin á þessari tilkynningu skrýtin því fyrirliðar úrvalsdeildarfélaganna eru í viðræðum um að setja upp víðamikla styrktarsöfnun fyrir enska heilbrigðiskerfið."


Rooney hélt áfram að útskýra sjónarhorn sitt og spurði hvers vegna spjótunum væri ekki frekar beint að enskum íþróttastjörnum sem eru með lögheimili erlendis til að sleppa við að borga skatta.

„Við erum auðveld skotmörk og það er auðvelt að gleyma því að helmingur tekna okkar fer til skattmannssins. Það er allt peningur sem hjálpar samfélaginu og heilbrigðisyfirvöldum.

„Ég skil ekki hvers vegna spjótum er ekki frekar beint að stjörnum úr öðrum íþróttum sem sleppa við að greiða skatta á Englandi því þær eru með lögheimili til dæmis í Mónakó."


Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur á BBC greip í svipaða strengi og spurði hvers vegna ekki væri beint meiri athygli að auðugum banka- og viðskiptamönnum sem gætu gert meira til að aðstoða yfirvöld í þessari erfiðu baráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner