Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 05. apríl 2024 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sprakk seint út, varð atvinnumaður og spilaði með landsliðinu - „Stoltur af sjálfum mér"
Þrír A-landsleikir.
Þrír A-landsleikir.
Mynd: Þorgrímur Þráinsson
Hjólhestaspyrna í leik með Brage
Hjólhestaspyrna í leik með Brage
Mynd: Christer Thorell
Í byrjun vikunnar var tilkynnt um komu Bjarna Mark Duffield til Vals frá norska félaginu Start. Með því lauk fimm ára veru Bjarna erlendis en hann lék þar fyrst með sænska liðinu Brage í þrjú tímabil og svo í tvö tímabil með Start.

Á þessum fimm árum lék Bjarni þrjá vináttulandsleiki fyrir Ísland. Hann ræddi um árin úti við Fótbolta.net fyrr í vikunni.

„Ég er mjög ánægður með árin úti - bara fáránlega ánægður. Ég fílaði lífið í Skandinavíu mjög vel, fílaði umgjörðina og fagmennskuna í kringum það að vera atvinnmaður í fótbolta. Mér leið fáránlega vel, en ég er mjög spenntur að vera kominn heim núna, langt síðan ég bjó á Íslandi," sagði Bjarni.

Þrír A-landsleikir, ánægjulegt þegar þú horfir til baka?

„Klárlega. Ég er mjög stoltur, strákur eins og ég sem ólst upp á Siglufirði og sprakk þannig séð mjög seint út - engir unglingalandsleikir. Ég er mjög 'humble' í því sem ég hef gert, stoltur af sjálfum mér að hafa komið mér út fyrir landsteinana og hafa fengið að lifa af því að spila fótbolta. Ég er mjög þakklátur," sagði Bjarni.

Bjarni er fjölhæfur leikmaður sem spilað getur í vörninni og á miðsvæðinu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði við Fótbolta.net í vikunni að hann sæi Bjarna meira fyrir sér á miðsvæðinu heldur en í vörninni.

Bjarni er kominn með leikheimild með Val og gæti spilað gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag.
Bjarni Mark: Vitað af áhuga Vals lengi og þeir gáfust ekki upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner