Breiðablik vann Aftureldingu 2-0 í opnunarleik Bestu deildarinnar í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins skoraði fyrsta mark leiksins en hann var líka að fagna því í dag að eignast nýja dóttur.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Afturelding
„Það má með sanni segja að þetta hafi verið ljómandi fínn dagur. Hann er búinn að vera langur en gjöfull og fallegur." Sagði Höskuldur en hann tileinkaði markinu sem hann skoraði dóttur sinni og sýndi það með fagni sínu.
„Menn voru að segja að ég þyrfti að fagna þessu og tileinka dóttur minni. Ég hefði sennilega átt að taka vögguna frekar en þetta lærist þetta kemur."
Markið sem Höskuldur skoraði var úr vítaspyrnu en dómurinn er nokkuð umdeildur.
„Mér fannst þetta aldrei spurning þaðan sem ég sá þetta. Mér fannst heldur ekki Afturelding vera að mótmæla þessu. Þannig ég sá ekki betur en að þetta væri alltaf víti, sjónarhornið sem ég sá þá var þetta allavega bara pjúra víti."
Áhorfendatalan í dag var 2180, mjög vel mætt af bæði Breiðabliks og Aftureldingar stuðningsmönnum.
„Mér finnst búið að vera í aðdraganda mótsins búið að vera bara enn meiri stemning, áhugi og eftirvænting fyrir Bestu deildinni. Þetta vörumerki er að fara sífellt stækkandi sem er bara frábært. Þessi leikur bar bara þess merki, ekkert smá flott mæting hjá Mosfellingum í dag. Lengi megi þetta halda áfram út tímabilið."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.