City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   lau 05. apríl 2025 22:27
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann Aftureldingu 2-0 í opnunarleik Bestu deildarinnar í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins skoraði fyrsta mark leiksins en hann var líka að fagna því í dag að eignast nýja dóttur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

„Það má með sanni segja að þetta hafi verið ljómandi fínn dagur. Hann er búinn að vera langur en gjöfull og fallegur." Sagði Höskuldur en hann tileinkaði markinu sem hann skoraði dóttur sinni og sýndi það með fagni sínu.

„Menn voru að segja að ég þyrfti að fagna þessu og tileinka dóttur minni. Ég hefði sennilega átt að taka vögguna frekar en þetta lærist þetta kemur."

Markið sem Höskuldur skoraði var úr vítaspyrnu en dómurinn er nokkuð umdeildur. 

„Mér fannst þetta aldrei spurning þaðan sem ég sá þetta. Mér fannst heldur ekki Afturelding vera að mótmæla þessu. Þannig ég sá ekki betur en að þetta væri alltaf víti, sjónarhornið sem ég sá þá var þetta allavega bara pjúra víti."

Áhorfendatalan í dag var 2180, mjög vel mætt af bæði Breiðabliks og Aftureldingar stuðningsmönnum. 

„Mér finnst búið að vera í aðdraganda mótsins búið að vera bara enn meiri stemning, áhugi og eftirvænting fyrir Bestu deildinni. Þetta vörumerki er að fara sífellt stækkandi sem er bara frábært. Þessi leikur bar bara þess merki, ekkert smá flott mæting hjá Mosfellingum í dag. Lengi megi þetta halda áfram út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner