Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. maí 2022 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fréttablaðið 
Emil búinn að fá grænt ljós frá læknum og er á leið til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Mynd: Sarpsborg
Í leik með FH árið 2017.
Í leik með FH árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hálft er síðan að Emil Pálsson fór í hjartastopp í leik með Sogndal í Noregi. Bataferlið hefur borið árangur því hann er búinn að fá grænt ljós á að halda áfram með sinn feril.

Emil ræddi við Aron Guðmundsson á Fréttablaðinu um bataferlið og hvað væri framundan.

„Ég hef verið að halda mér við í einkaþjálfun hjá Hákoni Hallfreðssyni sem hefur reynst mér alveg svakalega vel. Hann hefur, í samstarfi við aðra sérfræðinga, getað hjálpað mér að æfa rétt og af þeim krafti sem læknateymið hefur viljað að ég æfi eftir. Í síðustu viku kláraði ég síðasta prófið sem læknateymið setti mér fyrir og í kjölfarið fékk ég grænt ljós á það að halda knattspyrnuferli mínum áfram.“ sagði Emil.

Hann hefur að undanförnu æft með FH en þar lék hann á árunum 2011-17.

„Þegar ég byrjaði að sparka í bolta aftur fann ég hvernig eftirvæntingin varð bara meiri og meiri hjá mér. Þetta er það sem ég þekki best og það hefur verið frábært að vera hjá FH að undanförnu, í aðstæðum sem ég þekki vel. Það hefur hjálpað mér að komast í gang aftur inni á knattspyrnuvellinum.“

Viðtalið við Emil er ítarlegt og má lesa það í fullri lengd með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann hafi öðlast nýja sýn á lífið eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli og að endurkoma Christian Eriksen hafi gefið sér kraft.

Emil mun á næstu dögum halda til Noregs en hann er samningsbundinn norska félaginu Sarpsborg. Í kjölfarið mun svo koma í ljós hvar og hvenær hann mun spila fótbolta næst.

„Hvort sem það verður í Noregi eða einhvers staðar annars staðar. Ég held út til Noregs núna í maí, kem mér ennþá betur af stað þar og svo verður staðan bara tekin seinna. Það er mjög erfitt að segja til um það núna hvar ég kem til með að spila, hvort það verði hjá Saarpsborg eða öðru félagi, en ég tek þetta bara einn dag í einu og nýt þess að koma mér af stað í boltanum á ný,“ sagði Emil við Fréttablaðið.

Hér að neðan má nálgast viðtal við Emil sem tekið var í desember síðastliðnum.
Útvarpsþátturinn - Freysi, Eyjar og Emil Páls
Athugasemdir
banner
banner
banner