
„Mér líst vel á þetta, við stefnum klárlega á annað af efstu tveimur sætunum," sagði Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, við Fótbolta.net í vikunni.
HK er spáð 2. sætinu í Lengjudeildinni í sumar.
HK er spáð 2. sætinu í Lengjudeildinni í sumar.
„Við erum með mjög svipað lið og í fyrra, erum búnir að halda mikið af kjarnanum og höfum bætt aðeins við okkur. Við erum komnir með helvíti þéttan og góðan hóp sem á að geta stefnt upp um deild sem er það sem við ætlum okkur."
Eruði ánægðir með spilamennskuna í vetur?
„Já, þetta hefur verið skiptur vetur. Fyrri part og alveg kannski fram í janúar/febrúar þá vorum við að díla við ákveðna þynnku eftir að hafa farið niður. Það tók alveg á en undanfarnir 2-3 mánuðir hafa verið virkilega góðir, mikill stígandi og mikill hugur og hugarfarið breyttist. Menn eru klárir í verkefnið."
Var þetta mikið högg að falla úr efstu deild síðasta haust?
„Já, algjörlega. Þetta var eitthvað sem við ætluðum okkur ekki og það var alveg erfitt að sætta sig við þetta. 'In the end' erum við komnir með nýtt verkefni, ætlum okkur að gera vel og koma liðinu upp þar sem það á heima."
Hvernig er staðan á þér sjálfum?
„Skrokkurinn er að koma til. Þetta hefur verið svolítið erfiður vetur hjá mér en maður er núna búinn að ná nokkrum æfingum í röð og maður finnur bara að formið er að vaxa með hverjum deginum. Vonandi verð ég klár í fyrsta leik eða annan," sagði Leifur.
Athugasemdir