Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 05. maí 2022 23:02
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Við erum ekkert spilaðir út af vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Hilmar Þór

Ég er bara fúll með að tapa, leiðinlegt að tapa. Það er alltaf svekkelsi með það," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir tapið gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

Að mörgu leyti er ég stoltur af strákunum. Þetta er auðvitað eldskírn í þessari deild og við erum búnir að vera rísa úr neðri deildum á síðustu tveimur árum. Þetta eru auðvitað mjög mikil viðbrigði að mæta beint á útivöll á móti kandídötum þeirra sem eiga víst að vinna þessa deild."

Það er auðvitað bara hraði og styrkur. Svo bara reynsla í litlu hlutunum. Þú kemst upp með miklu meira í neðri deildunum auðvitað. Bæði varnarlega, en hér á hærra leveli þurfa menn að vera vakandi alveg í 90 mínútur með allt upp á 10. Það vantaði í raun rosa lítið upp á hvað það varðar í dag, ég get ekkert verið svekktur út í einn eða neinn í mínu liði. Svo eru bara litlir hlutir sem að reynslu meiri menn ná að nýta sér eins og Fylkismenn eru uppfullir af mönnum með leiki í efstu deild," sagði Sigurvin aðspurður um muninn á Lengjudeildinni og neðri deildum.

KV-menn áttu undir högg að sækja í upphafi leiks en voru búnir að hrista af sér sviðskrekkinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn.

Mér fannst allt í lagi að Fylkir væri meira með boltann. Mér fannst þeir ekkert vera búa til neitt rosalega mikið til. Svo koma bara mörk upp úr þannig séð engu. Þetta fyrsta mark er náttúrulega eftir horn og annað markið þá kiksar hann, ég veit svosem ekki hvernig hann endaði í netinu almennilega. Við erum allavega ekkert spilaðir út af vellinum og þeir ýta boltanum yfir línuna. Þetta var ekkert þannig. Svo bara jafnt og þétt fengum við meira sjálfstraust. Eins og þú segir sviðskrekkurinn rann af okkur og ég satt að segja bara fann ekki annað en að 2 - 2 væri bara á leiðinni þarna í seinni hálfleik. Mér fannst stemningin og spilamennskan vera þannig,"  sagði Sigurvin Ólafs eftir leik. Óhætt að segja að hann getur verið stoltur með sitt lið í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner