Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fim 05. maí 2022 23:02
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Við erum ekkert spilaðir út af vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Hilmar Þór

Ég er bara fúll með að tapa, leiðinlegt að tapa. Það er alltaf svekkelsi með það," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir tapið gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

Að mörgu leyti er ég stoltur af strákunum. Þetta er auðvitað eldskírn í þessari deild og við erum búnir að vera rísa úr neðri deildum á síðustu tveimur árum. Þetta eru auðvitað mjög mikil viðbrigði að mæta beint á útivöll á móti kandídötum þeirra sem eiga víst að vinna þessa deild."

Það er auðvitað bara hraði og styrkur. Svo bara reynsla í litlu hlutunum. Þú kemst upp með miklu meira í neðri deildunum auðvitað. Bæði varnarlega, en hér á hærra leveli þurfa menn að vera vakandi alveg í 90 mínútur með allt upp á 10. Það vantaði í raun rosa lítið upp á hvað það varðar í dag, ég get ekkert verið svekktur út í einn eða neinn í mínu liði. Svo eru bara litlir hlutir sem að reynslu meiri menn ná að nýta sér eins og Fylkismenn eru uppfullir af mönnum með leiki í efstu deild," sagði Sigurvin aðspurður um muninn á Lengjudeildinni og neðri deildum.

KV-menn áttu undir högg að sækja í upphafi leiks en voru búnir að hrista af sér sviðskrekkinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn.

Mér fannst allt í lagi að Fylkir væri meira með boltann. Mér fannst þeir ekkert vera búa til neitt rosalega mikið til. Svo koma bara mörk upp úr þannig séð engu. Þetta fyrsta mark er náttúrulega eftir horn og annað markið þá kiksar hann, ég veit svosem ekki hvernig hann endaði í netinu almennilega. Við erum allavega ekkert spilaðir út af vellinum og þeir ýta boltanum yfir línuna. Þetta var ekkert þannig. Svo bara jafnt og þétt fengum við meira sjálfstraust. Eins og þú segir sviðskrekkurinn rann af okkur og ég satt að segja bara fann ekki annað en að 2 - 2 væri bara á leiðinni þarna í seinni hálfleik. Mér fannst stemningin og spilamennskan vera þannig,"  sagði Sigurvin Ólafs eftir leik. Óhætt að segja að hann getur verið stoltur með sitt lið í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner