Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 05. maí 2022 23:02
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Við erum ekkert spilaðir út af vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Hilmar Þór

Ég er bara fúll með að tapa, leiðinlegt að tapa. Það er alltaf svekkelsi með það," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir tapið gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

Að mörgu leyti er ég stoltur af strákunum. Þetta er auðvitað eldskírn í þessari deild og við erum búnir að vera rísa úr neðri deildum á síðustu tveimur árum. Þetta eru auðvitað mjög mikil viðbrigði að mæta beint á útivöll á móti kandídötum þeirra sem eiga víst að vinna þessa deild."

Það er auðvitað bara hraði og styrkur. Svo bara reynsla í litlu hlutunum. Þú kemst upp með miklu meira í neðri deildunum auðvitað. Bæði varnarlega, en hér á hærra leveli þurfa menn að vera vakandi alveg í 90 mínútur með allt upp á 10. Það vantaði í raun rosa lítið upp á hvað það varðar í dag, ég get ekkert verið svekktur út í einn eða neinn í mínu liði. Svo eru bara litlir hlutir sem að reynslu meiri menn ná að nýta sér eins og Fylkismenn eru uppfullir af mönnum með leiki í efstu deild," sagði Sigurvin aðspurður um muninn á Lengjudeildinni og neðri deildum.

KV-menn áttu undir högg að sækja í upphafi leiks en voru búnir að hrista af sér sviðskrekkinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn.

Mér fannst allt í lagi að Fylkir væri meira með boltann. Mér fannst þeir ekkert vera búa til neitt rosalega mikið til. Svo koma bara mörk upp úr þannig séð engu. Þetta fyrsta mark er náttúrulega eftir horn og annað markið þá kiksar hann, ég veit svosem ekki hvernig hann endaði í netinu almennilega. Við erum allavega ekkert spilaðir út af vellinum og þeir ýta boltanum yfir línuna. Þetta var ekkert þannig. Svo bara jafnt og þétt fengum við meira sjálfstraust. Eins og þú segir sviðskrekkurinn rann af okkur og ég satt að segja bara fann ekki annað en að 2 - 2 væri bara á leiðinni þarna í seinni hálfleik. Mér fannst stemningin og spilamennskan vera þannig,"  sagði Sigurvin Ólafs eftir leik. Óhætt að segja að hann getur verið stoltur með sitt lið í kvöld.


Athugasemdir
banner