Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 05. maí 2022 23:02
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Við erum ekkert spilaðir út af vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Hilmar Þór

Ég er bara fúll með að tapa, leiðinlegt að tapa. Það er alltaf svekkelsi með það," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir tapið gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

Að mörgu leyti er ég stoltur af strákunum. Þetta er auðvitað eldskírn í þessari deild og við erum búnir að vera rísa úr neðri deildum á síðustu tveimur árum. Þetta eru auðvitað mjög mikil viðbrigði að mæta beint á útivöll á móti kandídötum þeirra sem eiga víst að vinna þessa deild."

Það er auðvitað bara hraði og styrkur. Svo bara reynsla í litlu hlutunum. Þú kemst upp með miklu meira í neðri deildunum auðvitað. Bæði varnarlega, en hér á hærra leveli þurfa menn að vera vakandi alveg í 90 mínútur með allt upp á 10. Það vantaði í raun rosa lítið upp á hvað það varðar í dag, ég get ekkert verið svekktur út í einn eða neinn í mínu liði. Svo eru bara litlir hlutir sem að reynslu meiri menn ná að nýta sér eins og Fylkismenn eru uppfullir af mönnum með leiki í efstu deild," sagði Sigurvin aðspurður um muninn á Lengjudeildinni og neðri deildum.

KV-menn áttu undir högg að sækja í upphafi leiks en voru búnir að hrista af sér sviðskrekkinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn.

Mér fannst allt í lagi að Fylkir væri meira með boltann. Mér fannst þeir ekkert vera búa til neitt rosalega mikið til. Svo koma bara mörk upp úr þannig séð engu. Þetta fyrsta mark er náttúrulega eftir horn og annað markið þá kiksar hann, ég veit svosem ekki hvernig hann endaði í netinu almennilega. Við erum allavega ekkert spilaðir út af vellinum og þeir ýta boltanum yfir línuna. Þetta var ekkert þannig. Svo bara jafnt og þétt fengum við meira sjálfstraust. Eins og þú segir sviðskrekkurinn rann af okkur og ég satt að segja bara fann ekki annað en að 2 - 2 væri bara á leiðinni þarna í seinni hálfleik. Mér fannst stemningin og spilamennskan vera þannig,"  sagði Sigurvin Ólafs eftir leik. Óhætt að segja að hann getur verið stoltur með sitt lið í kvöld.


Athugasemdir
banner