Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. júní 2023 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Víkingur í undanúrslit eftir nauman sigur
Úr leiknum fyrir norðan.
Úr leiknum fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Helgi Guðjónsson skoraði glæsilegt mark.
Helgi Guðjónsson skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þór 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('5)
1-1 Ingimar Arnar Kristjánsson ('16)
1-2 Ari Sigurpálsson ('46)


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

Ríkjandi bikarmeistarar Víkings R. eru fyrsta félagið til að tryggja sér farmiða í undanúrslit Mjólkurbikarsins 2023 eftir nauman sigur gegn Lengjudeildarliði Þórs á Akureyri.

Víkingar tóku forystuna snemma leiks þegar Helgi Guðjónsson kláraði glæsilega eftir laglega sendingu frá Danijel Dejan Djuric. Markið fallega má sjá hér neðst.

Leikurinn róaðist niður eftir markið en Þórsarar nýttu sér vandræðagang í varnarleik Víkinga til að jafna leikinn á 16. mínútu. Ingimar Arnar Kristjánsson var þar á ferðinni og kom boltanum í netið eftir mikinn atgang í vítateignum, þar sem fyrra skot hans hafnaði í stönginni en hann fylgdi sjálfur eftir.

Hálfleikurinn var gríðarlega bragðdaufur eftir þetta þar sem Víkingar voru hættulegastir eftir vandræðagang í vörn Þórsara, en bakfallsspyrna Danijels endaði framhjá markinu.

Víkingar tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar Ari Sigurpálsson skoraði af stuttu færi eftir að Bjarni Guðjón Brynjólfsson tæklaði boltann til hans.

Staðan var því orðin 1-2 og hélst hún þannig til leiksloka. Þórsarar spiluðu flottan leik en það vantaði upp á gæðin á síðasta þriðjungnum. Flott frammistaða hjá Þór en ekki nóg gegn Víkingi R.


Athugasemdir
banner
banner